Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?

Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fá...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?

Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu: Eyjaklasi á Breiðafirði. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók. Nafnið er samkv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?

Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er burstaormur?

Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?

Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?

Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru byrkningar?

Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?

Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu. Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?

Engar heimildir eru um hófdýrið asna (Equus africanus asinus) á Íslandi. Mögulega er skýringin sú að asnar eru ekki mjög algengir í norðvesturhluta Evrópu og hafa því ekki verið fluttir hingað til lands. Talið er að asnar hafi fyrst verið tamdir í Afríku fyrir um 7.000 árum. Þeir hafa í gegnum árþúsundin gegnt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um mjólkursnáka?

Mjólkursnákur (Lampropeltis triangulum, e. milk snake) er tegund innan ættkvíslar svokallaðra kóngasnáka (Lampropeltis>), en innan hennar eru þekktar tegundir á borð við skartsnák (Lampropeltis doliata), kóngasnákar (Lampropeltis Getulus) og beltasnákur (Lampropeltis zonata). Mjólkursnákar eru greindir niður í...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á EXW (ex works) og FOB (free on board) flutningsskilmálum?

Ef vara er seld með flutningsskilmálunum EXW (ex works) þá ber kaupandi allan kostnað af því að ná í hana á athafnasvæði seljanda, hvort sem það er í verksmiðju hans eða vöruhús. Seljandi þarf einungis að sjá til þess að kaupandinn geti náð í vöruna á tilskilin stað og svo vitaskuld að varan sé eins og um var sami...

category-iconJarðvísindi

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65): Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er mannakorn?

Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, pren...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

Fleiri niðurstöður