Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3527 svör fundust
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?
Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...
Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...
Hvenær varð heimurinn til?
Því miður er svarið við þessari spurningu ekki einfalt, því að ekki hefur tekist að ákvarða aldur alheimsins með fullri vissu. Þó má segja að allt bendi til að hann sé á bilinu 10-20 milljarðar ára, það er tvisvar til fjórum sinnum meiri en aldur sólkerfis okkar. Hér á eftir er fjallað nánar um hvernig aldur alhei...
Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við annan?
Greinilegt er að margir velta fyrir sér þeirri takmörkun hraðans sem felst í forsögn afstæðiskenningarinnar þess efnis að enginn hlutur eða boð komist hraðar en ljósið. Mörgum dettur í hug að yfirstíga þetta með því að leggja einn hraða við annan eins og lýst er í þessum spurningum:Ef ég er ljós og er á ljóshraða,...
Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni?
Spurningin í heild sinni er á þessa leið: Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni? Hver er formúla þess?Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati og ammóníumkarbamínati. Þessi blanda er hituð og fæst þá áðurnefnt lyftiefni. Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðid...
Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?
Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...
Hvað gerist við tæringu málma í sýru og hvar er hægt að fá upplýsingar um staðalspennu málma?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér eitthvað um bruna og leysni málma í brennisteinssýru? Í svarinu Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu? er rætt um galvaníska tæringu málma en hún getur orðið þegar tveir málmar í raflausn snertast (eða tengjast með rafleiðandi vír). Málmurin...
Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Við hvaða hitastig og þrýsting bráðnar ál?
Ál er fljótandi á hitabilinu 660,32°C - 2519°C við eina loftþyngd samkvæmt 85. útgáfu CRC (Handbook of Chemistry and Physics) og með markpunkt (einnig kallað krítískur punktur, e. critical point) 6700°C.1,2 Samkvæmt heimildum hækkar bræðslumark áls við hækkun á þrýstingi en lækkar ekki og því ætti ekki að vera hæg...
Hvernig er hægt að sanna að 1=2?
Það má gera á ýmsa vegu. Til dæmis má nefna þennan: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst með einfaldri margföldun á jöfnunnia2 = abÞað er jafngilta2 - b2 = ab - b2sem er aftur jafngilt(a-b)(a+b) = b(a-b)Það er jafngilta+b = bEf við rifjum nú upp að a = b fáum við 2...
Hver er villan í "sönnuninni" á 1=2?
Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst a = b sem er jafngilt ...
Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...