Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 345 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur íslenska orðið von?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins salerni?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Þorgils gjallandi?

Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...

category-iconHugvísindi

Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?

Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju svitnar maður?

Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóði...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að breyta einingunni ml/l um magn óbundins súrefnis í sjó í míkrómól á kg?

Spyrjandi setti spurningu sína fram sem hér segir:Hvernig breytir maður einingunni ml/l í míkrómól á kg fyrir súrefnishlutfall í sjó, t.d. 8,223 ml/l miðað við hitastig 7,81°C og seltu 30,284 á 0 m dýpi?Það er því miður ekki á verksviði Vísindavefsins almennt að svara svona spurningum sem flokkast undir tæknilega ...

category-iconHugvísindi

Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?

Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...

category-iconStærðfræði

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...

category-iconJarðvísindi

Hver var Unnsteinn Stefánsson og hvert var hans framlag til haffræðinnar?

Unnsteinn Stefánsson var frumkvöðull á vettvangi íslenskra hafrannsókna og um leið einn þeirra sem mótuðu vísindastörf þessarar smáþjóðar á vegi hennar til tæknivædds nútíma. Unnsteinn fæddist 10. nóvember 1922 í Sómastaðagerði við Reyðarfjörð. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942 og hélt svo til efnafræðináms v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?

Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...

Fleiri niðurstöður