Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 146 svör fundust
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...
Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?
Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...
Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...
Við hvaða hitastig lifir sæði?
Í hverjum mánuði myndar karlmaður um 12 milljarða sáðfrumna í hlykkjóttum sáðpíplum eistna, sem eru í pungnum, húðpoka milli læra fyrir utan líkamann. Ástæðan fyrir því að eistun eru utan líkamans er sú að kjörhitastig fyrir sáðfrumumyndun er nokkuð lægra en eðlilegur líkamshiti, eða um 34-35°C. Eitt helsta h...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Hvað er inni í Kaaba í Mekka?
Kaaba eða Ka'bah er steinkassi eða steinhús í miðri al-Haram-moskunni í Mekka. Ka'bah gegnir heilögu hlutverki hjá múslimum, enda telja þeir að Abraham hafi byggt það. Svarti steinninn í Mekka, sem einnig er heilagur, er greyptur í austurhorn Ka'bah. Þegar farið er í pílagrímsferð (hajj) til Mekka er nauðsynlegt ...
Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?
Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er han...
Hvernig dó Arkímedes?
Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...
Hvað eru beinin stór í húsflugum?
Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski. Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring. Stoðgr...
Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?
Í íslensku notum við orðið teiknimynd í sömu merkingu og enska orðið cartoon. Orðið cartoon hefur tvær aðalmerkingar. Það merkir teiknimynd eða skopmynd eins og við þekkjum úr dagblöðum og teiknimyndablöðum en er líka notað yfir forteikningu í fullri stærð að fresku. Freskur eru veggmálverk, máluð með vatnslitum á...
Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...
Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?
Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...
Hvað er það helst sem getur spillt neysluvatninu og hvernig komum við í veg fyrir að það gerist?
Á Íslandi er mestallt neysluvatn grunnvatn. Vatnsbólin eru ýmist náttúruleg uppspretta eða borað hefur verið eftir vatninu. Vatnið er síðan flutt í lokuðu kerfi frá vatnsbóli til krana neytenda. Það er ýmislegt sem getur spillt neysluvatni eða rýrt gæði þess. Yfirborðsvatn getur komist í vatnsbólið sé frágan...
Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?
Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...