Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

category-iconHagfræði

Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?

Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?

Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?

Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir selir við Ísland?

Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var á...

category-iconLæknisfræði

Er til lækning við dreyrasýki?

Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?

Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fæl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?

Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?

Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

category-iconHagfræði

Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu?

Þessari spurningu er best svarað með því að birta nokkur súlurit sem unnin eru upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands. Mynd 1: Innflytjendur sem hlutfall af íbúafjölda og stærð hagkerfisins. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á tölum Hagstofu Ísland. Mynd 1 sýnir þróun landsframleiðslu á föstu verðlagi annars...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?

Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...

Fleiri niðurstöður