Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

EDS

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra.

Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að miða bara við 8 milljarða slétta. Ef við vildum koma öllu þessu fólki fyrir á svæði á stærð við Vatnajökul þá fengi hver einstaklingur um það bil 0,96 fermetra en það samsvarar ferningi sem er um það bil 0,98 m á kant.

Mannkynið ætti allt að rúmast fyrir á svæði á stærð við Vatnajökul án þess að þurfa að stíga á tærnar á næsta manni.

Niðurstaðan er því sú að miðað við margt annað, til dæmis hvað áhorfendur á stórum tónleikum eða íþróttaviðburðum raðast oft þétt saman, þá rúmar svæði á stærð við Vatnajökull allt mannkynið alveg ágætlega. Rétt er að hafa í huga að svarið tekur ekki tillit þess að landslag á jökli hentar augljóslega ekki vel fyrir tilraun af þessu tagi. Eins er líklegt að einhvern tíma tæki fyrir allan þennan fjölda að reyna að koma sér fyrir á jöklinum og þeir sem fyrstir kæmu væru því fljótir að kólna verulega á meðan tilrauninni stæði.

Landslag á jökli hentar ekki vel sem samkomustaður margra.

Svarið við þessari spurningu verður þó að öllum líkindum annað eftir einhverja áratugi, því það verður mun þrengra um hvern og einn, þar sem þróunin er sú að jökullinn minnkar og mönnunum fjölgar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.9.2023

Spyrjandi

Guðný Helga Örvar

Tilvísun

EDS. „Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?“ Vísindavefurinn, 8. september 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83007.

EDS. (2023, 8. september). Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83007

EDS. „Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83007>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra.

Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að miða bara við 8 milljarða slétta. Ef við vildum koma öllu þessu fólki fyrir á svæði á stærð við Vatnajökul þá fengi hver einstaklingur um það bil 0,96 fermetra en það samsvarar ferningi sem er um það bil 0,98 m á kant.

Mannkynið ætti allt að rúmast fyrir á svæði á stærð við Vatnajökul án þess að þurfa að stíga á tærnar á næsta manni.

Niðurstaðan er því sú að miðað við margt annað, til dæmis hvað áhorfendur á stórum tónleikum eða íþróttaviðburðum raðast oft þétt saman, þá rúmar svæði á stærð við Vatnajökull allt mannkynið alveg ágætlega. Rétt er að hafa í huga að svarið tekur ekki tillit þess að landslag á jökli hentar augljóslega ekki vel fyrir tilraun af þessu tagi. Eins er líklegt að einhvern tíma tæki fyrir allan þennan fjölda að reyna að koma sér fyrir á jöklinum og þeir sem fyrstir kæmu væru því fljótir að kólna verulega á meðan tilrauninni stæði.

Landslag á jökli hentar ekki vel sem samkomustaður margra.

Svarið við þessari spurningu verður þó að öllum líkindum annað eftir einhverja áratugi, því það verður mun þrengra um hvern og einn, þar sem þróunin er sú að jökullinn minnkar og mönnunum fjölgar.

Heimildir og myndir:...