Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 63 svör fundust
Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?
Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...
Hvenær byrjuðu Íslendingar að tala um djús?
Orðið djús 'ávaxtasafi' á sér ekki ýkja langa sögu í íslensku. Elsta dæmið sem fundist hefur á prenti er úr Morgunblaðinu 1961 og orðið er líka í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 sem bendir til að það hafi þá þegar verið orðið nokkuð algengt í daglegu tali. Lengi framan af virðist það sjaldgæft í ritmál...
Hver var Cicero?
Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...
Hvers vegna þróaðist lýðræði í Aþenu til forna?
Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögul...
Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?
Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra. Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum. Mes...
Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?
Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...
Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...
Af hverju heitir Tröllaskagi þessu nafni?
Skaginn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar gengur undir nafninu Tröllaskagi á seinni tímum en nafnið er ekki ýkja gamalt. Merkilegt er að bæði Tröllaskagi og Flateyjarskagi hafa ekki haft sérstök nöfn frá fornu fari. Nafn Flateyjarskaga er raunar ekki nema nokkurra áratuga gamalt en nafn Tröllaskaga talsvert ...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Er hægt að brjóta demant?
Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...
Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku? Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrý...
Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?
Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...