Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2702 svör fundust
Er satt að hundar verði blindir fái þeir sykur?
Hér er einnig svar við spurningunum:Er venjulegt súkkulaði sem menn leggja sér til munns hættulegt hundum á einhvern hátt?Geta hundar í alvöru orðið blindir ef þeir borða súkkulaði?Ef dýri, til dæmis hundi, er gefið of mikið af sykri verður það þá blint? Það er ekki alveg rétt að hundar verði blindir við það að...
Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?
í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars se...
Af hverju sígur sjórinn ekki ofan í jörðina?
Hér er því miður ekki fullljóst hvað vakir fyrir spyrjanda. Kannski hefur hann horft á poll á malarvegi sem þornar síðan upp bæði af því að vatnið sígur niður í mölina og eins vegna uppgufunar. En ef pollurinn liggur á vatnsþéttu lagi sígur vatnið ekki niður og pollurinn breytist eingöngu vegna uppgufunar og rigni...
Hvaða galli var á gjöf Njarðar?
Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...
Hafa köngulær tennur?
Svarið er nei, köngulær hafa ekki tennur líkt og spendýr, fiskar eða skriðdýr en þær hafa hins vegar svonefnd klóskæri sem liggja fyrir framan munninn. Köngulóin notar klóskærin á svipaðan hátt og hryggýr nota tennur, það er til þess að grípa bráðina og rífa hana í sig. Klóskæri eru munnlimir með harðan og odd...
Hvað tekur mörg ár að læra lögfræði? Er það erfiðasta nám á Íslandi?
Laganám á Íslandi tekur alla jafna 5 ár og er því skipt niður í þriggja ár grunnnám sem veitir BA-gráðu, og tveggja ára meistaranám. Að því loknu útskrifast stúdent með embættispróf í lögfræði og getur sótt um réttindi héraðsdómslögmanns samkvæmt skilyrðum 6.–8. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Um skilyrði þess að...
Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?
Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Geta silfurskottur bitið menn?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt. Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á...
Af hverju er gott að hafa "undirtökin" í leik ef menn ætla sér að vinna? Væri ekki eðlilegra að menn hefðu "yfirtökin"?
Orðin undirtök og yfirtök eru bæði komin úr málfari tengdu glímu. Með undirtök er átt við tak utan um andstæðinginn undir höndum hans í átökum, einkum í hryggspennu. Sú staða var góð og þess vegna stóð sá betur að vígi sem hafði undirtökin. Yfirtök eru ytri tök í hryggspennu en í yfirfærðri merkingu er orðið notað...
Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?
Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...
Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?
Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...
Hvað er kampýlóbakter?
Campylobacter er eins og nafnið ber með sér baktería. Bókstaflega merkir campylo boginn eða beygður en orðið er grískt. Bacter merkir stafur. Bakterían, sem kalla má kampýlóbakter á íslensku, fannst fyrst í látnum fóstrum kinda árið 1909. Til eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir af kampýlóbakter. Það var ek...
Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?
Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...
Hver er skilgreiningin á trúleysingja?
Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð”. Það að vera trúlaus er sem sagt það að vera laus við trú á guði eða yfirskilvitlegar æðri verur. Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'á...