Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4706 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconLögfræði

Hvernig verða lög til?

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?

Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hafsbotnsskorpa?

Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skilja kindur hver aðra?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er gerilsneyðing?

Gerilsneyðing er íslenskt heiti yfir hugtakið pasteurization sem á við um frekar væga hitameðhöndlun matvæla. Erlenda heitið vísar til franska vísindamannsins Louis Pasteur sem þróaði aðferðina á seinni hluta 19. aldar til að koma í veg fyrir að vín spilltist. Gerilsneyðingu er mikið beitt í framleiðslu matvæla, s...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef kynskiptingur yrði klónaður, af hvoru kyninu yrði eftirmyndin, því gamla eða nýja?

Maðurinn (Homo sapiens sapiens) hefur 46 litninga, þar af eru 44 (22 pör) sjálflitningar og tveir kynlitningar. Karlmenn hafa einn X-litning og einn Y-litning en konur hafa tvo X-litninga. Þessir litningar eru í öllum frumum líkamans nema kynfrumunum. Ef kynskiptingur, til dæmis karlmaður sem væri búinn að gang...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?

Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?

Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðu...

category-iconLandafræði

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?

Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?

Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í Ölkofra sögu segir svo um hann: „Honum voru augu þung.“ Hvað merkir setningin?

Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum...

category-iconHugvísindi

Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?

Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skræ...

Fleiri niðurstöður