Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3153 svör fundust
Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?
Spyrjandi bætir við:...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á...
Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Hvar vex fjalldalafífill?
Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr. Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og...
Hvað eru mörg lönd i Afríku?
Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...
Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...
Hvers konar fiskur er dílamjóri?
Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...
Breytast hafstraumar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt? Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landi...
Hvað búa margir í Suður-Ameríku?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...
Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?
Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...
Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...
Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?
Ætihvönn, Angelica archangelica, er af sveipjurtaætt. Tvær undirtegundir eru þekktar: Angelica archangelica archangelica sem vex norðar og inn til landsins í Evrópu (fjellkvann á norsku) og Angelica archangelica litoralis sem vex sunnar og meðfram ströndum, (strandkvann á norsku). Á Íslandi vex líklega aðein...
Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...
Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu?
Orðið bumbult í íslensku hefur lengi reynst mikill leyndardómur. Raunar er svo farið að skilningur okkar á eðli alheimsins veltur á þessu sérstaka orði. Rannsóknir á uppruna þess hafa því orðið grundvöllur mikilvægs samstarfs raun- og hugvísindafólks sem hefur þó á stundum verið stormasamt. Á einum tímapunkti ...