Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 356 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?
Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtæ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anna-Lind Pétursdóttir rannsakað?
Anna-Lind Pétursdóttir er prófessor í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að úrræðum fyrir börn með sérþarfir ásamt þjálfun skólastarfsfólks og foreldra í beitingu þeirra. Rannsóknirnar hafa sérstaklega falið í sér þróun og mat á áhrifum aðferða til að stuðla að fra...
Hvaða rannsóknir hefur Arna H. Jónsdóttir stundað?
Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd (e. professional identities) leikskólakennara og leikskólastjóra. Rannsóknir hennar og áhugasvið tengja...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Orri Heiðarsson rannsakað?
Pétur Orri Heiðarsson er dósent í lífefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúast að miklu leyti um að skilja eiginleika og hlutverk prótína og kjarnsýra. Til þess notar hann þverfaglegar aðferðir með rætur í eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Megináhersla í rannsóknum Péturs Orra er að n...
Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?
Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig: Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þe...
Hvað er næring í æð?
Næring í æð er þegar vökva sem inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni er veitt í bláæð í líkamanum, einkum svo að orku- og prótínþörf sé fullnægt, en einnig þörf fyrir fitu, kolvetni, vítamín og steinefni. Þörf fyrir þessi efni er breytileg eftir sjúklingum og þarf að taka tillit til aðstæðna hvers og eins, meðal ...
Gáfu skólanum verðlaunin sín
Þriðji viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Stykkishólmur. Á Hótel Stykkishólmi var haldin vísindaveisla laugardaginn 21. maí og þar gátu Hólmarar og aðrir gestir kynnst ýmsum undrum eðlisfræðinnar, búið til japanskt órigamí, skoðað steinasafn lestarinnar og fræðst um hvali, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ge...
Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?
Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?
Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...
Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?
Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?
Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...
Hver er helsti munur á að vera giftur og í sambúð, lagalega, tryggingalega, og svo framvegis?
Margir halda að réttaráhrif óvígðrar sambúðar séu hin sömu og hjúskapar, að minnsta kosti þegar óvígð sambúð hefur staðið í einhvern tíma. Í grundvallaratriðum er því þó ekki þannig farið, þrátt fyrir að á undanförnum árið hafi löggjafinn reynt að jafna mun á milli þessara sambúðarforma. Um óskráða sambúð gildir e...
Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...