Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4557 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?

Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconJarðvísindi

Er eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?

Stutta svarið Nei. Lengra svar Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á...

category-iconNæringarfræði

Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?

Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna. Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem e...

category-iconHugvísindi

Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?

Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert. Ark...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta brunnklukkur flogið?

Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconLögfræði

Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?

Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt: Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum ...

category-iconEfnafræði

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?

Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tja, nú veit ég ekki - hvers konar orð er þetta tja?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar orð er „tja“ og hvaðan kemur það, til dæmis „tja, nú veit ég ekki“? Smáorðið tja flokkast undir upphrópanir. Í Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon það á eftirfarandi hátt (1989:1046): ... orðmyndin lætur í ljós óvissu, vafa, hik. Líklega tökuor...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?

Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...

category-iconNæringarfræði

Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?

Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt m...

Fleiri niðurstöður