Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1092 svör fundust
Hverjir voru denisóvamenn?
Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...
Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?
Uppruni tarot-spila er óviss. Þau eru ýmist rakin til Arabíuskagans, Indlands eða Kína. Til Ítalíu bárust þau á 14. öld og þaðan um Evrópu. Þau voru á ítölsku kölluð tarocco, í fleirtölu tarocchi, en frá fleirtölunni er myndin tarot runnin. Tarocco á ítölsku virðist aðeins vera nafnið á spilinu eins og hjá okkur. ...
Hvað fer minkurinn hratt yfir?
Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...
Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi?
Hámarksfjöldi rafeinda á atómhvolfum (e. shell) er fundinn samkvæmt reikniaðgerðinni 2n2, þar sem n er númer hvolfs. Rafeindir á sveimi umhverfis atómkjarna fyrirfinnast á afmörkuðum líkindasvæðum sem nefnast svigrúm en hægt er að lesa meira um þau í svari við spurningunni Hvað er lotukerfið? Í hverju svig...
Hvernig myndast prótín í líkamanum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig verða prótín til?Hvert er ferli prótínnýmyndunar í frumu í stuttu máli? Prótínmyndun er mjög flókið efnafræðilegt ferli sem byrjar í erfðaefninu DNA en DNA er er efni genanna í litningunum. Hvert gen geymir upplýsingar um gerð tiltekins fjölpeptíðs en prótín eru gerð úr e...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hversu stór var Golíat?
Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar. Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafn...
Hvenær varð smásagan til sem bókmenntagrein og af hverju?
Almennt er talið að smásagan í því formi sem við þekkjum hana nú á dögum hafi orðið til á 19. öld. Þá hafi skapast vissar sögulegar aðstæður sem urðu til þess að fram kom frásagnarform sem mótaðist af fagurfræðilegum þáttum en tók jafnframt mið af væntingum stækkandi lesendahóps í borgaralegu samfélagi. Á þeim tím...
Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?
Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur. Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu. Dýrafræðingar...
Hver fann upp á því að reikna rúmmál og ummál?
Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi v...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra. Jón sagðist sjálfur...
Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?
Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hver er munurinn á því að vera kiðfættur og hjólbeinóttur?
Í stuttu máli má segja að annað sé að hafa göngulag sem líkist göngulagi kiðlings og hitt að ganga eins og kúreki. Sá sem er kiðfættur eða refbeinóttur gengur með hnén þéttar saman en ökklana, ökklarnir vísa út miðað við hnén. Það að vera hjólbeinóttur, hjólfættur eða kringilklofa er öfugt við það að vera kiðfæ...