Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...
Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?
Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum...
Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...
Hvaða kona er á svissneskum myntum?
Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...
Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?
Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...
Eru til örnefni sem tengjast brennum?
Brennur og álfadans settu svip á hátíðahöld um áramót á 19. og 20. öld. Elsta þekkt frásögn um slíkt er frá árinu 1791 er Sveinn Pálsson segir frá því í Ferðabók sinni að piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennu „á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan.“ Hæð þessi er að líkindum Landak...
Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?
Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst: Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grinda...
Hvers vegna frýs vatn?
Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...
Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...
Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?
Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?
Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...
Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?
Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...
Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?
Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...
Er það rétt að skyr sem selt er í verslunum í dag sé bara jógúrt?
Spurning Vilbergs hljóðaði svona: Ég og vinirnir höfum verið að ræða hvort skyr.is eigi að flokkast sem skyr eða jógúrt. Getið þið útskýrt það fyrir okkur með borðleggjandi hætti? Það sem helst skilur skyr frá jógúrt er vinnsluaðferðin, en hún á þátt í að skyr flokkast til ferskosta meðan jógúrt telst til hefðb...