Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 695 svör fundust
Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?
Vöxtur umferðar um sæstrengi frá íslenskum markaði, það er að segja frá fjarskiptafyrirtækjum, hefur verið um 25-30% á ári undanfarin 10 ár. Svonefnd gagnaver (e. data center) fóru fyrst að skapa umferð árið 2010 og hafa vaxið hraðar en íslenski markaðurinn síðasta áratug. Umferðin nú frá íslenska markaðnum er nán...
Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi og hvar er þær helst að finna? Í heiminum öllum eru þekktar um 400 þúsund bjöllutegundir (Coleoptera) en bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur lífvera. Á Íslandi hafa fundist tæplega 200 tegundir af bjöllum. Auk þess hafa verið nafngrei...
Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...
Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?
Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga. Makemake er lítil dver...
Getur maður dáið úr fuglaflensu?
Hvað er fuglaflensa? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli? Hver eru einkenni fuglaflensu? Hvernig smitast menn af fuglaflensu? Er til lækning við fuglaflensu? Er hætta á að fuglaflensan verði að...
Hvað er það sem ákvarðar vindátt?
Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hefur D-vítamín áhrif á COVID-19?
Meðal fjölmargra þátta sem brenna á vísindamönnum í tengslum við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) er áhrif næringarástands á horfur sjúkdómsins. Þar hefur D-vítamín verið ofarlega á baugi en margar spurningar hafa vaknað í þessu samhengi: Veldur D-vítamínskortur verri horfum hjá sjúklingum með COVID-19? ...
Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...
Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?
Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem...
Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?
Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki. Heimiliskettir hafa greinst með FSE. Alls hefur 81 heimilisköttu...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hvað er kawasaki-sjúkdómur?
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...