Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi og hvar er þær helst að finna?Í heiminum öllum eru þekktar um 400 þúsund bjöllutegundir (Coleoptera) en bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur lífvera. Á Íslandi hafa fundist tæplega 200 tegundir af bjöllum. Auk þess hafa verið nafngreindar rúmlega 100 tegundir sem hafa slæðst til landsins með vörum eða samgöngutækjum en ekki tekið sér bólfestu hér.
- Erling Ólafsson. (2015, 16. nóvember). Bjöllur (Coleoptera). Náttúrufræðistofnun Íslands. (Sótt 18.12.2023).
- Water-beetle, Agabus bipustulatus - Flickr. Höfundur myndar Jamie McMillan. Birt undir Creative Commons CC BY-NC-SA 2.0 DEED leyfi. (Sótt 21.12.2023).