Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3068 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er sungið í kirkjum og hvernig skapaðist sú gerð tónlistar sem leikin er þar?

Eitt sinn heyrði ég bandarískan tónlistarprófessor svara spurningunni „til hvers er tónlist?“ á þessa leið: „Tónlist er alls staðar, það er ekki einu sinni hægt að selja sápu án hennar.“ Það er heilmikið til í þessu einfalda svari, því að tónlist hefur frá örófi alda verið samofin flestu því sem maðurinn tekur sér...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

category-iconVísindavefurinn

Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

category-iconFélagsvísindi

Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?

Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconHugvísindi

Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?

Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...

category-iconHugvísindi

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?

Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ek...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

category-iconJarðvísindi

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?

Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn. Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum. En þótt drukkinn ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?

Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...

Fleiri niðurstöður