Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4407 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til apar í Evrópu?

Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta froskar?

Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...

category-iconLæknisfræði

Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?

Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...

category-iconJarðvísindi

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?

Eldgos sem dreifa ösku og brennisteini um lofthjúp jarðar geta dregið úr styrk sólgeislunar sem nær til jarðar. Einnig eykst endurkast sólgeislunar út í himingeiminn frá ytri mörkum andrúmsloftsins. Slíkt hefur oft gerst. Sumarið 1783 var kalt um allt norðurhvel jarðar vegna þess að þá gaus í Lakagígum á Íslan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já“. Krækiber eru ber plöntutegundar sem kallast krækilyng (Empetrum nigrum) en það er útbreitt um allt norðurheimskautið, aðallega fyrir norðan 60. breiddargráðu. Krækilyng finnst þó einnig á hálendum svæðum sunnar á jörðinni. Fræ berjanna berast auðveldlega...

category-iconHagfræði

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er ljósvaki? Er hann til?

Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huygens fra...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er myrkur?

Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?

Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?

Flugritar eða svörtu kassarnir eins og þeir eru líka kallaðir eru nokkurs konar upptökutæki. Þeir byrja að skrá gögn fyrir flugtak. Upptakan varir á meðan á flugi stendur og þangað til flugvélin lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar: ferðriti (e. Flight Data Recorder) og hljóðriti (e. Cockpit Voice Recorde...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2019?

Í janúarmánuði 2019 voru birt 48 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að fræðast meira um sápugerð með vítissóda, en margir lásu einnig svör um sagógrjón, mo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju höggva spætur í tré?

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru gíraffar með doppur?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...

Fleiri niðurstöður