Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2519 svör fundust

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?

Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?

Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun. Áherslur Þórarins eru fyrst og fremst á vefjastofnfrumur í brjóstkirtli og ...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?

Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Ranns...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?

Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni. Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnf...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?

Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á því sviði. Meðal annars stjórnar hún íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar; Career trajectories of men in and out of ECE...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...

category-iconLandafræði

Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?

Desjarárdalur eða Dysjarárdalur er austan við Ytri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar eftir sr. Sigfús Finnsson frá 1841 er myndin Dysjará (bls. 62) en Desjará í lýsingu sr. Þorvalds Ásgeirssonar á Hofteigsprestakalli frá 1874 (bls. 82) og Desjarárdalur (bls. 79). Sr. Sigfús var Austfirði...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?

Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Pétur Ármannsson stundað?

Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann er meðal þeirra örfáu íslensku arkitekta sem hafa helgað sig sagnfræði arkitektúrs. Pétur hefur skrifað og fjallað um vítt svið arkitektúrs hérlendis, allt frá gömlum kirkjum og húsafriðun til skipulagsmála. Aðaláherslu í fræðastörfum he...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands...

Fleiri niðurstöður