Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 729 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru jökulsker og hvernig myndast þau?

Eins og „geysir“ er alþjóðaorð fyrir goshveri er grænlenska orðið „nunatak“ alþjóðaorð fyrir jökulsker. Orðið vísar til fjallstinda eða hryggja sem standa upp úr jökli, líkt og sker standa upp úr sjó. Dæmi um jökulsker eru mörg á Íslandi, en meðal hinna þekktari eru Esjufjöll í Breiðamerkurjökli. Esjufjöll kljúfa ...

category-iconHagfræði

Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?

Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraungúll og hvernig myndast hann?

Hraungúll (e. lava dome) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás á hallalitlu landi eða inni í vel afmarkaðri gígskál. Ef hallinn er nægilegur til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga, myndast hins vegar stokkahraun. Stundum storknar hraunkvikan í gosopin...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?

Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?

Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconLandafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?

Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

category-iconJarðvísindi

Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?

Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skötur?

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...

category-iconLandafræði

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...

category-iconLögfræði

Mega samkynhneigðir á Íslandi ekki ættleiða börn?

Samkynhneigðir á Íslandi hafa ekki heimild að lögum til svokallaðrar frumættleiðingar barna. Samkynhneigður aðili í staðfestri samvist má hins vegar ættleiða stjúpbarn sitt, það er barn sem maki hans á fyrir. Þetta kemur fram í 2. gr. laga 130/1999 um ættleiðingar og 1. mgr. 6. gr. laga 87/1996 um staðfesta samvis...

category-iconLögfræði

Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?

Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...

category-iconJarðvísindi

Hafa komið mörg kuldaskeið og hlýskeið? Hvernig vitum við það?

Loftslagssögu má lesa úr jarðlögum sem liggja hvert ofan á öðru eins og þegar bókum er staflað upp. Hvert einasta lag var einu sinni á yfirborði jarðar og geymir gögn um loftslagið sem var þegar það myndaðist. Hraun renna undir berum himni á hlýskeiðum en jökulurð vitnar um kuldaskeið. Á hlýskeiði vex gróður, svo ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

Fleiri niðurstöður