Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 418 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu?

Í öllum samfélögum gilda lög og reglur sem ætlað er að hafa taumhald á athöfnum einstaklinga. Ef engar reglur væru til staðar væri tæplega hægt að tala um eiginlegt „samfélag“, heldur einhvers konar „náttúruríki“ sem einkenndist af viðvarandi stríði allra gegn öllum, líkt og enski heimspekingurinn Thomas Hobbes lý...

category-iconHeimspeki

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur verið gert í tóbaksvörnum á Íslandi og hefur það áhrif?

Íslendingar hafa lengi verið í fararbroddi tóbaksvarna en hvergi í Evrópu er hlutfall reykingafólks jafn lágt, eða tæp 6% árið 2023. Þetta er ívið lægra en hjá Svíum sem fylgja þétt á hæla okkar en nota mun meira munntóbak en gert er hérlendis. Hlutfall reyklausra karla og kvenna er nú svipað á Íslandi, en upp úr ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru maurategundir ágengar á Íslandi?

Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?

Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er strúktúralismi?

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...

category-iconHugvísindi

Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...

category-iconFornleifafræði

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

category-iconHugvísindi

Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?

Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...

Fleiri niðurstöður