Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4760 svör fundust
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?
Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...
Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...
Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?
Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...
Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már. Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lo...
Hvernig eru veirur greindar í mönnum?
Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...
Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”! Uppru...
Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?
Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...
Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?
Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...
Hvernig verða óshólmar til?
Óshólmar eru hluti af óseyrum, en þær myndast í náttúrunni þegar straumvatn fellur til hafs eða stöðuvatns. Óseyrar eru oft kvíslóttar og vogskornar, þannig að fram kemur fjöldi óshólma eða landeyja. Í hverri óseyri takast á uppbyggjandi starf árinnar sem flytur set að óseyrinni og niðurrif öldugangs og sjávarfal...
Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...
Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?
Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...
Er þyngdarafl á Mars?
Já, það er þyngdarafl á Mars! Í svari JGÞ og ÞV við spurningunni: Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? kemur fram: Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt v...
Við í leikskólanum Álfabergi viljum vita af hverju það eru steinar í melónum?
Í stuttu máli sagt sjá steinar í melónum til þess að nýjar melónuplöntur geti orðið til. Steinar í melónum eru fræ. Steinarnir í melónum eru fræ alveg eins og steinarnir í eplum, appelsínum og öðrum ávöxtum. Melónan sjálf er aldin eða ávöxtur plöntunnar sem hún vex á. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifing...