Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4051 svör fundust
Út á hvað gengur 1. maí?
Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og ...
Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...
Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?
Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...
Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?
Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...
Hvers vegna verður fólk sköllótt þegar það fær krabbamein?
Almenningur tengir hármissi ósjálfrátt við krabbamein. Hárlos og skalli er þó ekki fylgifiskur krabbameins, heldur meðferðar sem gripið er til og þá sérstaklega þegar gefin eru frumudrepandi krabbameinslyf. Skalli er sú aukaverkun krabbameinslyfja sem einstaklingar með krabbamein óttast einna mest, einkum þó konur...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?
Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...
Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...
Hvað eru örverur?
Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...
Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?
Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...
Hvað eru hjartsláttartruflanir?
Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?
Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...
Ef hlutir eru úr atómum og eindir hreyfast í þeim, falla þá ekki hlutirnir saman ef eindirnar stöðvast?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Allir hlutir eru byggðir upp af atómum og í atómum eru eindir á hreyfingu. Hvað yrði um hluti, til dæmis blýant, ef eindirnar hægðu mikið á sér, jafnvel stöðvuðust? Myndu þeir falla saman?Skoðum rafeindir í atómi. Okkur dettur fyrst í hug að rafeind sé lítil og létt eind og g...
Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?
Yfirleitt er ekki talað um þríhljóða í íslensku. Í Hljóðfræði Árna Böðvarssonar (Reykjavík 1979:86) er þó þessi klausa: „Til eru einnig þríhljóð, en þau eru fágæt í íslenskum framburði, þótt þau séu talin koma fyrir í samböndum eins og bági, rógi.” Með þríhljóðum er átt við sérhljóða þar sem merkjanleg breytin...