Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2702 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka verkjatöflur?

Það fer eftir því hvaða virka efni er í verkjatöflunum hvernig þær vinna. Í grófum dráttum er verkjastillandi lyfjum skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru svokölluð ópíöt en innan þeirra eru morfín og kódeín líklega þekktust. Í öðru lagi eru verkjalyf af öðrum uppruna en ópíöt, til dæmis magnýl og parasetamól, se...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er hæsta fjall Noregs?

Hér er einnig svör við spurningunum: Hvert er hæsta fjall í heimi? Hver eru hæstu fjöll í hverri heimsálfu? Hæst fjall Noregs, sem jafnframt er hæsta fjall Norðurlandanna, kallast Galdhøppiggen og er 2470 metra hátt. Fjallið er á svæði sem kallast Jötunheimar og eru næstu bæir við það Sandane og Nordfjordeild í u...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

category-iconMannfræði

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?

Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconLæknisfræði

Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?

Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?

Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...

Fleiri niðurstöður