Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2673 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað tekur mörg ár að læra lögfræði? Er það erfiðasta nám á Íslandi?

Laganám á Íslandi tekur alla jafna 5 ár og er því skipt niður í þriggja ár grunnnám sem veitir BA-gráðu, og tveggja ára meistaranám. Að því loknu útskrifast stúdent með embættispróf í lögfræði og getur sótt um réttindi héraðsdómslögmanns samkvæmt skilyrðum 6.–8. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Um skilyrði þess að...

category-iconHugvísindi

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?

Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta silfurskottur bitið menn?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt. Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á...

category-iconHugvísindi

Af hverju er gott að hafa "undirtökin" í leik ef menn ætla sér að vinna? Væri ekki eðlilegra að menn hefðu "yfirtökin"?

Orðin undirtök og yfirtök eru bæði komin úr málfari tengdu glímu. Með undirtök er átt við tak utan um andstæðinginn undir höndum hans í átökum, einkum í hryggspennu. Sú staða var góð og þess vegna stóð sá betur að vígi sem hafði undirtökin. Yfirtök eru ytri tök í hryggspennu en í yfirfærðri merkingu er orðið notað...

category-iconHugvísindi

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?

Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kampýlóbakter?

Campylobacter er eins og nafnið ber með sér baktería. Bókstaflega merkir campylo boginn eða beygður en orðið er grískt. Bacter merkir stafur. Bakterían, sem kalla má kampýlóbakter á íslensku, fannst fyrst í látnum fóstrum kinda árið 1909. Til eru að minnsta kosti 14 mismunandi tegundir af kampýlóbakter. Það var ek...

category-iconMannfræði

Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?

Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...

category-iconHeimspeki

Hver er skilgreiningin á trúleysingja?

Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð”. Það að vera trúlaus er sem sagt það að vera laus við trú á guði eða yfirskilvitlegar æðri verur. Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kynlíf?

Hér á landi höfum við iðulega verið í vanda með að þýða hugtök á sviði kynlífs. Þetta sést til dæmis ef við flettum upp á orðinu 'kynlíf' í Orðabók Menningarsjóðs. Þar er engin skýring gefin heldur einungis sýnt samheitið 'kynferðislíf' og nefnd samsettu orðin 'kynlífs-fræðsla, -hegðun'. Hugtakið kynlíf (sexua...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?

Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum...

category-iconEfnafræði

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

category-iconFélagsvísindi

Hversu há eru heildarfjárlög ríkissjóðs Íslands?

Í fjárlögum fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að tekjur svokallaðs A-hluta ríkissjóðs verði 271,6 milljarðar króna og útgjöld 260,1 milljarður. Langstærstur hluti umsvifa ríkisins telst til þessa A-hluta. Nokkur ríkisfyrirtæki með mjög sjálfstæðan rekstur teljast til B-hluta og er gert ráð fyrir að þau skili samta...

Fleiri niðurstöður