Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust
Hvað kostar ein kind?
Eins og gildir um vörur sem ganga kaupum og sölum er verð á sauðfé breytilegt eftir markaðsaðstæðum. Eins er verðið örugglega breytilegt eftir „gæðum“ þess fjár sem um ræðir. Hvað ætli þessar kindur kosti? Það má hins vegar fá ágæta hugmynd um hvers virði kindur eru í peningum með því að kanna hvernig ríkis...
Hvað voru margar bækur skrifaðar árin 2000 - 2007 á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margar bækur er gefnar út á Íslandi á hverju ári. Hins vegar eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2004 og þess vegna nær þessi umfjöllun því miður bara yfir tímabilið 2000-2004 en ekki til ársins 2007 eins og spurt er um. Á árunum 2000-2004 komu alls ú...
Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?
Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...
Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?
Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...
Af hverju segjum við skál! en ekki glas! þegar við lyftum glösum?
Orðið skál þekkist þegar í fornu máli um drykkjarílát. Í Snorra-Eddu segir til dæmis ,,voru þá teknar þær skálir er Þór var vanur að drekka úr“ og í Fornmannasögum er þetta dæmi: ,,þar með sendi hann honum eina skál fulla mjaðar og bað hann drekka mótsminni“ (stafsetningu breytt í báðum dæmum). Af nafnorðinu s...
Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?
Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...
Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er...
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?
Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...
Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?
Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til ...
Af hverju er fólk að brynna músum þegar það grætur?
Orðasambandið að brynna músum merkir ‘að gráta, fella tár’ og þekkist frá síðari hluta 18. aldar. Sama er að segja um sambandið vatna músum í sömu merkingu sem nefnt er í orðabók Björns Halldórssonar (1814: 93). Báðar sagnirnar brynna og vatna eru notaðar um að gefa einhverjum að drekka. Orðasambandið að bryn...
Hvað er að „guða á glugga“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur og hvað þýðir orðatiltækið að „guða á glugga“? Sögnin að guða þekkist í málinu frá miðri 19. öld samkvæmt dæmum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Þegar (óvæntan) gest bar að garði bankaði sá hinn sami á glugga eða hurðarstaf og sagði: „Hér sé Guð.“ Það hét að g...
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Hvað getur mannsaugað greint marga liti?
Við höfum birt svokallaðan litaþríhyrning í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir? Hann á í grundvallaratriðum að geta sýnt alla liti sem við skynjum, einkum þó með fyrirvara um gæði prentunar og slíkt. Á rönd þríhyrningsins eru svokallaðir fullmettaðir litir en þegar hvítt bætist við afme...
Hvenær var síðasta gos á Íó?
Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...
Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...