Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1352 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða eyðimerkur til?

Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er segulsvörunarstuðull fyrir venjulegt smíðastál?

Segulsvörunarstuðull (e. magnetic permeability) efnis, táknaður m, er rafsegulfræðilegur eiginleiki sem segir til um hvernig efnið breytir segulflæðiþéttleika ytra segulsviðs. Einnig má skilgreina segulsvörunarstuðul sem hlutfallið milli segulflæðiþéttleika efnisins, B, og ytra segulsviðs, H, það er m = B / H. Fyr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um eldjallið Vesúvíus?

Eldfallið Vesúvíus rís fyrir ofan Napólíflóann. Það er 1.280 m hátt og er hugsanlega um 200.000 ára gamalt. Eitt þekktasta gos í fjallinu varð árið 79 e. Krist. Þá eyðilögðust borginar Pompei, Stabiae og Herculaneun. Um 2.000 manns létust í því gosi, þeirra á meðal fjölfræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e. Krist.) ...

category-iconHugvísindi

Hvernig á ég að malda í mó?

Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að doka við?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?

Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...

category-iconHugvísindi

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...

category-iconHugvísindi

Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?

Orðið lukkupottur er til í málinu frá lokum 18. aldar í sambandinu að grípa í lukkupottinn samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Merkingin virðist vera að ‘láta tilviljun ráða’. Heldur yngra dæmi frá Eggerti Ólafssyni sýnir aðra merkingu: ,,Það er viðtekinn málsháttr utanlands, að sá hafi gripið í lukkupottin...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp fiðluna?

Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...

category-iconLögfræði

Mega þroskaheftir kjósa?

Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...

Fleiri niðurstöður