Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2452 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er best að svæfa börn?

Aðferðir til að svæfa börn geta verið bæði menningarbundnar og persónubundnar. Val á aðferð fer mikið eftir viðhorfum foreldra en einnig eftir aldri og persónugerð barnsins. Hér á eftir er stiklað á stóru varðandi nokkra þætti sem skipta máli þegar börn eru lögð til svefns. Börn fæðast með þann hæfileika að ge...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er sjósund í köldum sjó hollt?

Sjósund hefur ekki verið rannsakað mikið og því er lítið hægt að fullyrða um hollustu eða skaðsemi þess. Sjósund reynir á líkamann og almennt gildir að mátuleg áreynsla er holl. Regluleg og hæfileg áreynsla framkallar aðlögun í líffærakerfum okkar og það hefur sýnt sig að þannig er hægt auka lífslíkur og draga úr ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?

Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?

Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld. Þegar kom fram á 16. öld voru...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á sósíalisma og kommúnisma?

Orðið „sósíalismi" var fyrst notað árið 1827 og þá til að lýsa sameignarhugmyndum Englendingsins Roberts Owens. Orðið „kommúnismi" er eldra og hugmyndin um kommúnískt samfélag (þar sem einkaeignarétturinn er bannaður) mun fyrst koma fyrir í Ríki Platons (4. öld f.Kr.). Merking þessara tveggja hugtaka hefur verið n...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?

Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar: eg hef þú hefr hann/hún hefr en hins vegar: eg hefi þú hefir hann/hún hefir Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?

Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?

Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er betra að vera piparsveinn en piparmey?

Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?

Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?

Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?

Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju spýta menn í lófana?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðatiltækið "að spýta í lófana" komið? Orðasambandið að spýta í lófana er ekki gamalt í málinu og sennilega ekki eldra en frá 20. öld. Einnig er talað um að skyrpa í lófana, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans: Við skulum skyrp...

Fleiri niðurstöður