Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 860 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?

Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....

category-iconHugvísindi

Af hverju er skrift til?

Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?

Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum. Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hýenur?

Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna. Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækif...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum finnst íslenski hrafninn?

Fuglinn sem spyrjandi kallar „íslenska“ hrafninn nefnist á fræðimáli Corvus corax. Hann er afar útbreiddur og sjálfsagt eru fáar, ef nokkrar, aðrar tegundir sem finnast jafnvíða um heiminn. Hrafninn er áberandi fugl í íslenskri fuglafánu og kemur víða fyrir í þjóðsögum landsmanna. Það er líklega ástæðan fyrir því ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?

Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu apar til?

Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...

category-iconFélagsvísindi

Hefur kærasti móður minnar rétt á að hirða af mér eign/ir? Hefur þessi aðili einhverja löglega stjórn yfir mér?

Ef móðir fer ein með forsjá barns en tekur svo upp skráða sambúð með kærasta sínum, fær hann einnig forsjá yfir barninu eftir að sambúðin hefur staðið í eitt ár, samanber 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 76/2003. Forsjá sambúðarforeldrisins varir þó aðeins á meðan á sambúðinni stendur, samanber þó 2. mgr. 30. gr. bar...

category-iconHugvísindi

Hver voru systkini Seifs?

Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er óhætt að fjarlægja geitungabú sem ég fann að vetri til í köldu þakrými, er það ekki örugglega tómt?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Er að velta fyrir mér varðandi gríðarlega stórt geitungabú í köldu þakrými. Mun stærra en körfubolti ásamt fleiri minni búum í sama rými sem eru rétt eins og handboltar og tennisboltar. Spurningi er þessi. Er þetta ekki tómt á þessum tíma og einfalt að leggja yfir þetta ruslapok...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

category-iconHagfræði

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...

Fleiri niðurstöður