Segja má að einn af grunnþáttum hjátrúar sé að viðhalda ákveðnu jafnvægi í hinu daglega lífi. Allt sem truflar eða gengur þvert á það sem er talið venjulegt eða eðlilegt boðar illt en getur þó í sumum tilfellum verið fyrirboði góðra tíðinda. Svartur köttur sem skyndilega hleypur þvert á leið manna truflar ákveðið jafnvægi, gengur þvert á fyrirfram ákveðna leið og er þess vegna í flestum tilfellum talinn ills viti. Ótrúin á svarta ketti á sér rætur í hefðbundnum viðhorfum til kattarins; um aldir var hann annars vegar talinn heilagt dýr og hins vegar djöfulleg skepna. Vegna hins nána sambands kattarins við nornir og önnur myrkraöfl hefur neikvætt viðhorf til svartra katta sennilega orðið jafn afgerandi og raun ber vitni.Mynd: Black cat á Wikipedia. Sótt 4. 4. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.