Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 654 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert berst gosaska?

Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...

category-iconHeimspeki

Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...

category-iconJarðvísindi

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða afleiðingar hafði franska byltingin á konungsfjölskylduna?

Þegar franska byltingin hófst var Loðvík sextándi (1754-1793) við völd í Frakklandi. Kona hans var Marie Antoinette (1755-1793) og áttu þau saman fjögur börn, þau Marie-Thérèse-Charlotte (1778-1851), Louis-Joseph-Xavier-François (1781-1789), Louis-Charles (1785 -1795) og Sophie-Hélène-Béatrix (1786-1787). Bæði Sop...

category-iconLögfræði

Hvað er sjaría eða sjaríalög?

Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?

Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um herskipið Bismarck?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig sökk herskipið Bismarck?Hvar sökk herskipið Hood? Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarck...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er yfirborðsspenna?

Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?

Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...

category-iconFöstudagssvar

Hver er hornasumma einhyrnings?

Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir:Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°]Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°...

category-iconLandafræði

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var rauði baróninn?

Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...

Fleiri niðurstöður