Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 491 svör fundust
Á hvaða plánetu gerist Star Wars?
Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hver var Leonardó Fibonacci og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Stærðfræðingurinn Leonardó Pisano Bigollo eða Leonardó frá Písa, oftar nefndur Fibonacci, er talinn hafa fæðst árið 1170 í Písa á Ítalíu og látist árið 1250, einnig í Písa. Hann var af Bonacci-fjölskyldunni kominn. Þar af stafar gælunafnið Fibonacci – Filius Bonacci – sonur Bonaccis, sem var líklega fundið upp af...
Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?
Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...
Hvað er snertiskyn?
Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hvaða kosti og galla hafði nýlendustefnan í för með sér?
Nýlendustefnan felst í stuttu máli í því að valdameira ríki, svokallað móðurland, leggur undir sig valdaminna ríki, nýlenduna (sjá Hvað er nýlendustefna? eftir sama höfund). Þessi stefna er í dag almennt litin neikvæðum augum og er þá áhersla lögð á arðrán og þrælahald. Þegar rætt er um kosti og galla nýlendustefn...
Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vet...
Hver er munurinn á Prússlandi og Þýskalandi?
Bæði þessi hugtök eiga sér langa sögu, en í grófum dráttum er munurinn sá að Prússland var eitt þeirra ríkja sem myndaði þýska keisaradæmið í byrjun árs 1871, en það er rótin að því sem við köllum nú Þýskaland. Prússland var reyndar upphaflega pólskt hertogadæmi, með Königsberg (sem nú heitir Kaliningrad og ti...
Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?
Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...
Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?
Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...
Hvað er gáttaflökt?
Gáttaflökt (e. atrial flutter) er hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Hjartað skiptist í fjögur hólf; hægri og vinstri gátt og hægri og vinstri slegil. Gáttir dæla blóði niður í slegla, hægri slegill dælir blóði í lungnablóðrás og ...
Hvað eru nýyrði?
Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir. Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e): Úr alfræ...