Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 340 svör fundust
Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?
Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...
Hvernig gengur að þróa lyf við Alzheimers-sjúkdómnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Óeðlilegar útfellingar prótína í heilanum er talið orsök Alzheimers. Verið er að þróa nýtt lyf, Aducanumab. Spurning mín er; á hvaða stigi eru þróun lyfsins, og/eða væntingar til þess? Í Alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru...
Getur þú frætt mig um flóðhesta?
Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...
Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?
Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hver var Nikolaas Tinbergen og hvaða rannsóknir stundaði hann á atferli dýra?
Niko Tinbergen (Nikolaas Tinbergen) fæddist í Haag í Hollandi þann 15. apríl 1907. Hann andaðist árið 1988. Hann var lítill námshestur sem barn en naut þess að vera í útiíþróttum, leika sér í fjörunni og að sulla í vatni. Tinbergen var með fiskabúr heima hjá sér og í menntaskóla sá hann um slík búr í skólanum. Þet...
Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi fyrir siðaskiptin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja. Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við...
Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?
Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki. Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar ...
Í hvaða menntaskóla er best að fara til að verða geimfari og lenda á tunglinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í hvaða menntaskóla þarf ég að fara í til að geta lært um geiminn og farið á tunglið. Mig langar svo mikið að fara útaf ég ætla að vera fyrsti Íslendingurinn að lenda á tunglinu til að gera mömmu og pabba stolt af mér. Stutta svarið er að framhaldsskólar búa fólk ek...
Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?
Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar. Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú...
Hvernig læra börn tungumálið?
Hér er einnig svarað spurningunni Hvernig fer máltaka fram?Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu ótrúlegt afrek máltaka barna er. Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og ...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?
Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Flokkun Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðras...
Hver er syndafallskenning Rousseaus?
Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...
Hvað er Asperger-heilkenni?
Talað er um heilkenni (e. syndrome) þegar ákveðið samansafn einkenna er til staðar hjá einstaklingi. Asperger-heilkenni er gagntæk truflun á þroska (e. pervasive developmental disorders eða PDD), sem flokkast með einhverfu. Megineinkenni þessarar truflunar koma í ljós snemma í bernsku og haldast síðan óbreytt, þót...