Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 393 svör fundust
Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?
Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...
Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?
Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...
Af hverju er Andrés Önd svona reiður?
"#$&/$&%/#%##$%" Eitthvað í þessa áttina sést oft í talblöðrunni fyrir ofan höfuð Andrésar Andar í samnefndum teiknimyndasögum um hann frá Walt Disney. Eitt helsta einkenni Andrésar, fyrir utan bláa sjóliðajakkann og húfuna, er einmitt hversu uppstökkur hann er. Allir sem þekkja Andrés vita að hann reiðist við min...
Hvað er járngrýti?
Járn er næst-algengasti málmur jarðskorpunnar, á eftir áli (alúminíum). Það berg sem er nægilega járnauðugt til þess að borgi sig að vinna það kallast járngrýti. Jarðkjarninn er úr járni, en við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar er járnmálmur (Fe) ekki stöðugur, eins og bíleigendur þekkja af baráttu si...
Hver er stærsta þekkta frumtalan?
Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...
Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?
Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?
Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...
Af hverju verður sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki ef álið er á föstu formi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður bara sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki þegar álið er komið í fast form? Ál er frumefni númer 13 í lotukerfinu. Ál er mjúkur málmur, bræðslumark þess er 660°C og suðumarkið er 2.470°C. Til samanburðar er suðumark vatns einung...
Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...