Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1485 svör fundust
Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?
Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifa...
Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?
Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?
Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...
Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?
Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...
Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?
Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um "spurningar í vinnslu" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:Spurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi u...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Ef hlutir eru úr atómum og eindir hreyfast í þeim, falla þá ekki hlutirnir saman ef eindirnar stöðvast?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Allir hlutir eru byggðir upp af atómum og í atómum eru eindir á hreyfingu. Hvað yrði um hluti, til dæmis blýant, ef eindirnar hægðu mikið á sér, jafnvel stöðvuðust? Myndu þeir falla saman?Skoðum rafeindir í atómi. Okkur dettur fyrst í hug að rafeind sé lítil og létt eind og g...
Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári?
Hver mínúta er 60 sekúndur og hver klukkustund 60 mínútur. Klukkustund er því 60 * 60 = 3.600 sekúndur. Sólarhringur er 24 klukkustundir eða 24*3600 = 86.400 sekúndur. Við getum svo haldið áfram að reikna: Í hverri viku eru 7*86.400 = 604.800 sekúndur. Fjögurra vikna gamalt barn hefur því lifað í 2.41...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hver er stærsti api í heimi?
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...
Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?
Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...
Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?
Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...
Er hægt að frysta eld?
Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...