Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1226 svör fundust
Hversu stóran sjónauka þarf til þess að geta séð ummerki um tunglendingu Apollo 11?
Raddir samsærismanna um að NASA hafi ekki lent á tunglinu gerast æ háværari. Rök sem tilgreind eru fjalla oft um mismunandi skugga, skort á stjörnum á myndunum og svo framvegis. Sumur hafa einfaldlega viljað sannna það að NASA hafi farið til tunglsins með því að beina til dæmis Hubblesjónaukanum í átt að lendingar...
Hvenær er núna?
Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...
Hvaða lífvera var á toppi fæðukeðjunnar á undan manninum?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvaða lífvera, ef einhver, var á toppi fæðukeðjunar á undan manninum og hver urðu örlög hennar ef hún er útdauð? Maðurinn er vissulega á toppi sinnar fæðukeðju en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fæðukeðjurnar eru margar. Ótal tegundir eru á einhvers konar endapu...
Af hverju eru fílar með rana?
Til að svara þessari spurningu er rétt að við byrjum á því að velta fyrir okkur í hvað raninn er notaður. Til hvers nota fílar ranann? Þeir sem þekkja til atferli og lífshátta fílsins vita að hlutverk ranans er í rauninni margþætt. Fyrst og fremst er hann þó notaður til fæðuöflunar. Fílar eru jurtaætur og lifa ein...
Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...
Hvernig myndast djúprennur?
Jarðskorpan skiptist í fleka sem rekur um jarðarkringluna. Þar sem flekana rekur sundur myndast úthafshryggir, þar sem þá rekur saman myndast sökkbelti sem einkennist af djúprennu eða djúpál hafsbotnsmegin en af fellingafjöllum eða eyjabogum landmegin. Djúpálar eru dýpsti hluti hafsbotnsins. Hinn stinni hafsbot...
Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?
Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...
Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?
Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...
Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...
Hver fann frumefnið argon?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...
Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?
Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...
Af hverju er jökull á Grænlandi?
Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvað hefur vísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson rannsakað?
Nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar er meginþema í rannsóknum Freysteins. Með því að mæla hreyfingar með millimetra og sentímetra nákvæmni má til dæmis sjá hvernig flekarek teygir á landinu okkar þannig að Austurland færist frá Vesturlandi á svipuðum hraða og neglur vaxa (19 mm/ári), hvernig mest allt la...