Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4003 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconHugvísindi

Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?

Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...

category-iconÞjóðfræði

Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?

Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?

Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum...

category-iconVísindi almennt

Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið bolla?

Orðið bolla er tökuorð úr dönsku bolle frá 18. öld í merkingunni ‛kringlótt kaka’. Danir tóku orðið upp úr þýsku bol(l)e ‛kringlótt hveitibrauð’. Elsta heimild í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr ritinu Stuttur Sida-Lærdómur fyrir gódra Manna Børn eftir I. H. Campe en hún kom út í Leirárgörðum 1799...

category-iconHugvísindi

Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?

Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?

Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagsleg...

category-iconVísindi almennt

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu. Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er líti...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öl...

Fleiri niðurstöður