Bollur eru Kjeckir á stærd við Hænuegg, eru þeir ýmist tilbúnir af nidurskøfnu kjøti, eda fiski, líka smáttmuldu hveiti-braudi.Eins og sjá má af dæminu er verið að ræða um ýmsar gerðir af bollum, kjöt-, fisk(i)- og brauðbollur. Í Nýrri matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl. eftir Þóru A. N. Jónsdóttur frá 1858 (bls. 46) eru kjötbollur nefndar kjötsnúðar og innan sviga kjödfarce. Í sömu matreiðslubók (bls. 149) er „bolludagsbollan“ nefnd langaföstusnúður. Að kenna bolluna við langaföstu hélst eitthvað fram yfir aldamótin 1900 því að í matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur frá 1945, bls. 178, er talað um langaföstubollur.
‛kjötsnúðr (í súpu); brauðsnúðr’. Ekki tókst að útrýma tökuorðinu og lifir það góðu lífi enn í dag.Þegar í lok 19. aldar skrifa blöðin um bollur tengdar föstuinngangi. Í Þjóðviljanum unga frá 1897 er þessi frásögn:
Í föstuinnganginn hefir fólkið hér í bænum skemmt sér við grímudansleiki, bollurnar frá bökurunum, flengivendi barnanna o.fl., sem siður er til.Samkvæmt bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing frá 1993:544 virðist elsta heimild um orðið bolludagur koma fyrir 1913 í samsetningunni bolludagsvöndur. Um sama leyti byrja bakaríin að auglýsa bollur, svo sem rjómabollur, súkkulaðibollur og púnsbollur í tilefni bolludagsins og hefur ekkert lát orðið á því og bollutegundirnar orðnar enn fleiri. Í Morgunblaðinu frá 13. febrúar 1994 má lesa um eftirfarandi bollur (www.timarit.is):
Gerbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 79,-, gerbolla m/flórsykri og ekta rjóma kr. 79,-, púnsbolla kr. 79,-, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði og ekta rjóma kr. 87,-, gerbolla m/engu kr. 44,-, gerbolla m/súkkulaði kr. 49,- vatnsdeigsbolla m/engu kr. 49, vatnsdeigsbolla m/súkkulaði kr. 54,-, rúsínubolla kr. 49,-, krembolla kr. 49,-.Mynd:
- Bolla bolla 6000 bollur í Sauðárkróksbakaríi » Feykir.is. (Sótt 11. 2. 2013).
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.