Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 281 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Þórsdóttir rannsakað?

Inga Þórsdóttir hefur kennt næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1989. Hún varð prófessor við námsbraut í matvælafræði í efnafræðiskor Raunvísindadeildar 1997, sem síðar varð Matvæla- og næringarfræðideild við Heilbrigðisvísindasvið skólans. Inga er forseti Heilbrigðisvísindasviðs síðan 2012. Rannsóknir Ing...

category-iconLæknisfræði

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?

Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig myndast gallsteinar?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig er hægt að losna við gallsteina? Um fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægð. Talið er að um 10% allra einstaklinga séu með gallsteina og þeir eru um helmin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?

Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rykmaurar hættulegir?

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?

Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur nýburagulu?

Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?

Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?

Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er heilalömun?

Heilalömun (e. cerebral palsy) er hugtak sem nær yfir flokk taugafræðilegra kvilla sem koma fram við fæðingu eða snemma í bernsku og hafa varanleg áhrif á líkamshreyfingar og samhæfingu vöðva en versna ekki með tímanum. Þótt heilalömun hafi áhrif á hreyfingar vöðva stafar hún ekki af vandamálum í vöðvum eða taugum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert var framlag Maurice Wilkins til vísindanna?

Áður hefur verið fjallað um ævi Maurice Wilkins í svari sama höfundar við spurningunni: Hver var Maurice Wilkins? Maurice Wilkins (1916-2004).Um það leyti er seinni heimsstyrjöldinni lauk var búið að skrásetja mikinn fjölda gena eða erfðvísa, sem stýra arfgengum einkennum í útliti og samsetningu lífvera ‒...

Fleiri niðurstöður