Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4452 svör fundust

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconHeimspeki

Margir vilja ekki veiða dýr en finnst eðlilegt að kaupa kjöt í verslun. Hvernig er hægt að útskýra þessa mótsögn?

Hér skiptir öllu máli af hvaða ástæðu viðkomandi vill ekki veiða dýr eða slátra. Ef ástæðan er sú að hann telur það siðferðilega rangt að deyða dýr sér til matar virðist það vissulega fela í sér mótsögn að kaupa svo með glöðu geði kjöt í verslun. Að vísu má hugsa sér að viðkomandi gæti einhverra hluta vegna ál...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconLæknisfræði

Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?

Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...

category-iconLæknisfræði

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?

Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Ísle...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?

Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?

Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmi...

category-iconVísindi almennt

Af hverju hefur hvert land sína guði?

Þetta er eitt af því sem menn greinir á um. Þannig mundi kristinn guðfræðingur trúlega svara því allt öðru vísi en mannfræðingur sem fæst við mismunandi þjóðir og þjóðflokka og trúarbrögð þeirra. Heimspekingur mundi líka svara öðruvísi en múslími og svokallaðir guðleysingjar (e. atheists) mundu einfaldlega svara þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?

Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...

Fleiri niðurstöður