Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2431 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kolefnisbinding?

Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast eyrar í fjörðum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...

category-iconHugvísindi

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?

Þetta svar birtist á Vísindavefnum árið 2002 og var birt 17. ágúst 2011 á Evrópuvefnum í tilefni af því að Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa sett fram hugmyndir um að innleiða Tobin-skatt á fjármálagjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi Evrópusambandsins...

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?

Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...

category-iconUmhverfismál

Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...

category-iconHagfræði

Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin snýst um samanburð verðtryggðs láns og óverðtryggðs: Tveir aðilar taka lán með sömu vöxtum, annar verðtryggt og hinn óverðtryggt. Þeir ákveða að fylgjast að í greiðslum þ.a. þótt að sá sem er með verðtryggða lánið sé e.t.v. með lægri afborgun einhvern mánuðinn, þá grei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?

Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

category-iconHeimspeki

Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?

Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason: [Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu ...

Fleiri niðurstöður