Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 591 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir félagsmálafræðingur?

Félagsmálafræðingur sem starfsheiti er ekki þekkt eða formlega viðurkennt sem slíkt. Líklegast er að hér sé verið að blanda saman nokkrum viðurkenndum starfsheitum fræðigreina, til dæmis félagsfræðingi, félagsráðgjafa og stjórnmálafræðingi. Hins vegar má hugsa sér að einhver sem hefur lært almenn samfélagsfræð...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...

category-iconSálfræði

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?

Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna u...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?

Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?

Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?

Höfundi er ekki kunnugt um að skordýr ráðist á ánamaðka til þess eins að drepa þá en vissulega eru til skordýr sem éta ánamaðka. Jarðvegsormar þeir sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae eða ánamaðkaætt og eru af flokki fáburstunga (Oligochaeta). Heimkynni ánamaðkaættar eru f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?

Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconHeimspeki

Hvað er sannleikur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er maurildi?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru kol til að teikna með búin til?

Kol eru rík af frumefninu kolefni og eru fyrirtakseldsneyti þar sem þau brenna vanalega vel. Hefðbundin kol kallast einnig steinkol eða náttúruleg kol þar sem þau myndast í náttúrunni úr jurtaleifum við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis í mýrum og fenjum. Ummyndun jurtaleifanna í kol tekur milljónir ára og þarfn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líffræði?

Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um: byggingu og starfsemi frumna byggingu, eftirmyndun, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?

Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...

category-iconLæknisfræði

Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?

Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...

Fleiri niðurstöður