Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 308 svör fundust
Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?
Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?
Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúar...
Hvers konar fiskur er hrossamakríll?
Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...
Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?
Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...
Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?
Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...
Dreymir fólk virkilega í svart-hvítu?
Hér er reynt að svara eftirfarandi spurningum: Sumir halda því fram að okkur dreymi í svarthvítu. Er það satt og ef svo, hvers vegna? Dreymir okkur (mennina) í svarthvítu eða lit? Það fyrsta sem vert er að velta fyrir sér er af hverju fólk hefur yfirleitt þörf fyrir að spyrja spurningar sem þessarar. Engi...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...
Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?
Þjóðsögur af hröfnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða. Mikil hjátrú er bundin við fuglinn og víðast hvar í heiminum er hann talinn illur fyrirboði, en það er þó ekki algilt. Mörg grundvallarminni í íslenskum...
Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?
Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir ö...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?
Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...
Hvað getið þið sagt mér um lúðu?
Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...