Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 316 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconFornleifafræði

Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?

Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Hvernig komast andarungarnir á legg þar?Landnám sílamáfa Talið er að sílamáfar Larus fuscus graellsii (1. mynd) hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1...

category-iconÞjóðfræði

Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?

Þjóðsögur af hröfnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum og ritum um þjóðlegan fróðleik eru flestar tengdar spásagnargáfu hrafnsins og fjalla um hann sem feigðarboða. Mikil hjátrú er bundin við fuglinn og víðast hvar í heiminum er hann talinn illur fyrirboði, en það er þó ekki algilt. Mörg grundvallarminni í íslenskum...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?

Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...

Fleiri niðurstöður