Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1079 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?

Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...

category-iconLögfræði

Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?

Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconHugvísindi

Oft heyrist sagt í fjölmiðlum „sprengja sprakk”. Væri ekki réttara að segja „sprenging varð”?

Nokkur munur virðist á því hvort sagt er sprengja sprakk eða sprenging varð. Í fyrra tilvikinu er oftast verið að tala um eina sprengju sem komið hefur verið fyrir á einhverjum stað, til dæmis í bíl. Verið er að leggja áherslu á sprengjuna sjálfa. Svipað orðalag kemur fram í samböndunum „blaðran sprakk”, „bára ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki til eitt orð á íslensku fyrir enska orðið "grandparents"?

Eftir því sem best verður séð hefur ekkert eitt orð verið notað um afa og ömmu á íslensku eins og í nágrannamálum. Í dönsku er til dæmis talað um bedstefar (afa), bedstemor (ömmu) og síðan saman um bedsteforældre (afa og ömmu). Í ensku er á sama hátt notað grandfather (afi), grandmother, grandparent (afi eða amma)...

category-iconVísindi almennt

Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?

Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur tilgáta Riemanns verið sönnuð?

Náttúrleg tala stærri en 1, sem er einungis deilanleg með 1 og sjálfri sér, nefnist frumtala (prímtala). Náttúrleg tala stærri en 1 nefnist samsett tala, ef hún er ekki frumtalan. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19, ... Allt frá því sögur hófust hafa menn rannsakað þessar tölur. Í bókum Evklíðs (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?

Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...

category-iconHugvísindi

Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?

Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...

category-iconHeimspeki

Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust?

Upphaflegar spurningar voru: Davíð: Er til eitthvað sem heitir "bein skynjun"? Hvað varðar sjón sjáum við til dæmis bara endurkast ljóss. Anna: Hver er munurinn á beinskynjunarkenningum og tvenndarkenningum? Gunna heldur á epli og horfir á það. Þar sem Gunna hefur prýðilega sjón þá sér hún eplið, meðal anna...

category-iconLandafræði

Er Látrabjarg vestasti staður Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Hver er vestasti oddi Evrópu? þar sem velt er upp nokkrum möguleikum að svari við spurningunni. Fyrst þarf að skilgreina hvort verið sé að tala um vestasta odda í þeim löndum sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?

Spyrjandi tekur tvö dæmi: "Ég mundi gera það ef...""Ég myndi gera það ef..." Sögnin munu, sem er hjálparsögn í íslensku, er í þátíð mundi. Hjálparsögnin er notuð í samsettri beygingu sagnar. Vaninn hefur verið að tala þar um framtíð og skildagatíð. Skildagatíðin er sett saman af hjálparsögn í þátíð og nafnhætt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

Fleiri niðurstöður