Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4569 svör fundust
Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?
Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...
Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?
Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...
Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?
Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...
Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?
Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?
Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...
Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?
Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúði...
Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?
Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast ...
Er gott að trúa á Jesú?
Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?
Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Voru skordýr til á undan risaeðlum?
Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...