Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1537 svör fundust
Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?
Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson, sem gefin var út 1859, er fjallað um tilvísunarmerki (bls. 245) og sagt að það eigi að vera „--“. Að öllum líkindum hefur Halldór haft danska og þýska venju að fyrirmynd. Sama kemur fram í bók Magnúsar Jónssonar, Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu...
Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis?
Ef táknin í jöfnunum eru skilin á venjulegasta hátt, þá hafa jöfnurnar enga sameiginlega lausn. Slíkt er raunar algengt í stærðfræði og þykir ekki tiltökumál, einkum ef jöfnur eru fleiri en óþekktu stærðirnar. Fyrsta jafnan gildir ef X er ferningsrótin (kvaðratrótin) af 2 og önnur jafnan ef X er þriðja rótin a...
Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?
Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...
Hvað merkja orðin „strjúpi“ og „drundur“?
Orðið strjúpi er notað um háls á dýri eða manni, einkum ef höfuðið hefur verið höggvið af. Einnig er til kvenkynsmyndin strjúpa í sömu merkingu. Sumir kalla banakringluna strjúpalið en þá er átt við efsta hálsliðinn. Orðið strjúpi virðist ekki hafa neina aðra merkingu. Drundur er notað í þrenns konar merkingu. ...
Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...
Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?
Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...
Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...
Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?
Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð. Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-...
Hvað þýðir orðið epískur sem heyrist nú oft og tíðum og hvaðan er það upprunnið?
Orðið epískur merkir ‛sögulegur, með sögulegu efni’ og er notað um ljóð og annan skáldskap. Það er þekkt í málinu frá því á fyrri hluta 19. aldar og er fengið að láni úr dönsku episk í sömu merkingu. Orðið er ættað úr grísku epikós ‛sögulegur’ sem dregið er af nafnorðinu épos ‛hetjukvæði, söguljó...
Ég rakst á orðið hjartlendi í texta fyrir skömmu. Ég þekki ekki þetta orð og langar að vita hvað það merkir.
Orðið hjartlendi virðist nýleg tökumyndun í íslensku og er fyrirmyndin orðið heartland í ensku. Fyrri liðurinn í ensku heart merkir ‛hjarta’ og samsetta orðið ‛kjarni lands eða byggðar, mikilvægt landsvæði’. Íslenska orðið er myndað á sama hátt. Það er enn það ungt í málinu að það finnst ekki í Íslensk...
Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?
Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...
Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflan...
Hvaðan kemur heitið landi á heimabruggi?
Orðið landi hefur sennilega orðið til á bannárunum á fyrri hluta 20. aldar þegar óheimilt var að flytja inn og selja áfengi. Vissulega var bruggið einnig óheimilt en margir stunduðu það samt og landabruggun fór víða fram. Orðið landi um heimagert, ólöglegt áfengi, vísar sennilega til þess að það var innlent. Dæ...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?
Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’. Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í...