Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið strjúpi er notað um háls á dýri eða manni, einkum ef höfuðið hefur verið höggvið af. Einnig er til kvenkynsmyndin strjúpa í sömu merkingu. Sumir kalla banakringluna strjúpalið en þá er átt við efsta hálsliðinn. Orðið strjúpi virðist ekki hafa neina aðra merkingu.
Drundur er notað í þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um aftanvert bak, einkum á nautgripum. Í öðru lagi er það notað um bakhluta á fólki, rass, en einnig um rófubeinið sem er neðsti hluti hryggjarins. Í þessum merkingum þekkist orðið að minnsta kosti frá 18. öld. Nýrri er merkingin 'fretur, viðrekstur', það er það að reka við.
Vegna skírskotana til merkinganna 'rass' og 'fretur' er drundur notað sem fyrri samsetningarliður orða í heldur neikvæðri merkingu. Drundhaus er til dæmis skammaryrði um mann sem þykir grófur og rustalegur. Drundhjassi er einnig skammaryrði um rassþungan og gildvaxinn mann. Drundi er sá sem er hálfgerður auli og drundalegur er sá sem er geðvondur.