Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar.
Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæskileg í málinu. Í útgáfu Eddu frá 2002 er spurningarmerkið horfið og orðin standa þar athugasemdalaust.
Dönsku orðin eru græsenke og græsenkemand og talin komin úr þýsku, Graswitwe og Graswitwer, en algengari í þýsku eru myndirnar Strohwitwe og Strohwitwer.
Orðin þekkjast einnig í ensku grass widow og grass widower. Skýringin á tilurð orðanna og merkingu þeirra er talin sú að upphaflega hafi verið átt við stúlku sem gamnað hefði sér úti í náttúrunni (í grasi eða heyi) með pilti sem síðan hefði yfirgefið hana. Merkingin færðist síðar yfir á þá eða þann sem er einn um hríð af því að makinn er fjarverandi.
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4266.
Guðrún Kvaran. (2004, 25. maí). Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4266
Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4266>.