Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 674 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?

Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?

Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?

Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?

Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...

category-iconFornfræði

Hverjir voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus?

Janus er guð upphafs og einn af elstu rómversku guðunum en hann á sér ekki hliðstæðu í grískri goðafræði. Hann hafði tvö andlit og leit eitt áfram en hitt aftur. Sagan segir að fljótguðinn Tíber hafi verið sonur Janusar. Rómverjar töldu að Janus hafi ríkt sem konungur í Latíum aftur í grárri forneskju og hafi bygg...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?

Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið sál?

Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...

category-iconHugvísindi

Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?

Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...

category-iconMannfræði

Hvað er menning?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning ...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...

Fleiri niðurstöður